Aðalfundur BÍL verður haldinn laugardaginn 13. febrúar nk. í Iðnó og hefst kl. 13:00. Málþingið sem síðustu ár hefur verið haldið í tengslum við aðalfundinn hefur verið frestað fram í mars og verður boðað til þess sérstaklega.
Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara. Lögmæti fundarins kannað og staðfest.
- Fundargerð síðasta aðalfundar
- Skýrsla forseta um starf BÍL 2015
- Ársreikningar 2015
- Kosning forseta
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Starfsáætlun 2016
- Önnur mál
- Erindi um höfundarrétt
Í lok fundarins er gert ráð fyrir að fundarmenn fái kynningu á lagafrumvörpum þeim sem liggja fyrir Alþingi um þessar mundir og fjalla um höfundarrétt. Ekki liggja neinar tillögur að lagabreytingum fyrir fundinum.
Allir félagsmenn RSÍ eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.