Search
Close this search box.

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn í gær 24. september. Á fundinum var stjórnarkjöri lýst. Karl Ágúst Úlfsson formaður, Vilborg Davíðsdóttir varaformaður og Jón Gnarr meðstjórnandi hlutu öll umboð til áframhaldandi stjórnarstarfa næstu tvö árin. Þá er Börkur Gunnarsson nýr varamaður.

Nýr útgáfusamningur milli RSÍ og Félags íslenskra bókaútgefenda var samþykktur með tæplega 90% greiddra atkvæða. Breytingar á lögum RSÍ til að koma til móts við ákvæði í nýjum lögum frá Alþingi, þ.e. lögum nr. 88/2019 um sameiginlega umsýslu vegna höfundaréttar, voru samþykktar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email