Search
Close this search box.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson
Myndir: Gassi/Helge Skodvin

13 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, þ.á m. Kláði eftir Fríðu Ísberg og Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson. Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum höfundum til hamingju með tilnefningarnar! Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október og keppa eftirtalin fagurbókmenntaverk um hnossið.

Danmörk

YAHYA HASSAN 2. Höfundur Yahya Hassan. Ljóðabók, Gyldendal, 2019.HHV, FRSHWN – Dødsknaldet i Amazonas. Höfundur Hanne Højgaard Viemose. Skáldsa…

Finnland

Vem dödade bambi? Höfundur Monika Fagerholm. Skáldsaga, Förlaget M, 2019.Ihmettä kaikki. Höfundur Juha Itkonen. Skáldsaga, Otava, 2018.

Færeyjar

Ikki fyrr enn tá. Höfundur Oddfríður Marni Rasmussen. Skáldsaga, Sprotin, 2019.

Ísland

Lifandilífslækur. Höfundur Bergsveinn Birgisson. Skáldsaga, Bjartur, 2018.Kláði. Höfundur Fríða Ísberg. Smásagnasafn, Partus forlag, 2018.

Noregur

Den gode vennen. Höfundur Bjørn Esben Almaas. Skáldsaga, Oktober forlag, 2019.Vi er fem. Höfundur Matias Faldbakken. Skáldsaga, Oktober forlag, 2019.

Samíska tungumálasvæðið

Juolgevuo??u. Höfundur Niillas Holmberg. Ljóðabók, DAT, 2018.

Svíþjóð

Marginalia/Xterminalia. Höfundur Johan Jönson. Skáldsaga, Albert Bonniers förla…W. Höfundur Steve Sem-Sandberg. Skáldsaga, Albert Bonniers förlag, 2019.

Álandseyjar

När vändkrets läggs mot vändkrets. Höfundur Mikaela Nyman. Ljóðabók, Ellips för…

Tilkynnt um verðlaunahafann 27. október

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 verður kynntur á verðlaunahátíð í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email