Hrafnhildur Hagalín hlaut viðurkenningu úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og 500 þúsund krónur. Hún er höfundur leikverka á borð við „Ég er meistarinn“, „Hægan, Elektra“ og „Sek“.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, sagði við veitingu viðurkenningarinnar, að Hrafnhildur hafi öðru fremur helgað sig leikritun. Í ávarpi við verðlaunaafhendinguna, lagði Hrafnhildur áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um menningarstofnanir og nefndi Ríkisútvarpið sérstaklega í því samhengi.