Fálkaorða

Silja Aðalsteinsdóttir var í hópi þeirra sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. Silja fær riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta.

Rithöfundaviðurkenning Ríkisútvarpsins

Hrafnhildur Hagalín hlaut  viðurkenningu úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og 500 þúsund krónur. Hún er höfundur leikverka á borð við „Ég er meistarinn“, „Hægan, Elektra“ og „Sek“. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, sagði við veitingu viðurkenningarinnar, að Hrafnhildur hafi öðru fremur helgað sig leikritun. Í ávarpi við verðlaunaafhendinguna, lagði Hrafnhildur áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um menningarstofnanir og […]