Yfirlýsing frá stjórn og starfsfólki RSÍ

Í ljósi þeirrar umræðu sem nú á sér stað á samfélagsmiðlum er rétt að upplýsa að stjórn og starfsmenn sambandsins hafa aldrei átt nokkurn þátt í nauðungarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu. Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.

Stjórn og starfsfólk RSÍ

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email