Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan í Stokkhólmi. Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga.
Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni í eina eða tvær vikur á árinu 2016. Dvalargjald fyrir eina viku er 1400 sænskar krónur.
Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Opnað verður fyrir umsóknir þann 14. desember 2015 og er umsóknarfrestur til 14. febrúar 2016.
Í umsókn skal tilgreina tilgang dvalar og óskir um dvalartíma ásamt kynningu á umsækjanda. Umsóknareyðublöð
Nánari upplýsingar veitir Auður Halldórsdóttir verkefnastjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf. audur.halldorsdottir@reykjavik.is og Anne-Marie Andersson hjá Stokkhólmsborg netf. anne-marie.a.andersson@stockholm.se