Search
Close this search box.

Verðlaun Jónasar Hallgrímsonar

GF

Guðjón Friðriksson hlaut í gær verðlaun Jónasar Hallgrímsonar á Degi íslenskrar tungu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra veitti verðlaunin í Bókasafni Mosfelssbæjar síðdegis. Bubbi Morthens fékk sérstaka viðurkenningu.

Guðjón Friðriksson hefur hin síðari ár skrifað viðamiklar ævisögur manna eins og Einars Benediktssonar, Hannesar Hafstein, Jóns Sigurðssonar forseta og Jónasar frá Hriflu. Þá hefur hann ritað sögu Faxaflóahafna, sögu Reykjavíkur og sögu  Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að hann hafi með verkum sínum markað eftirminnileg spor í íslenska bókmenntasögu og breytt viðmiðum okkar í ritun sagnfræði og ævisagna. Stíll Guðjóns sé þróttmikill og fágaður í senn, ljóðrænn og skáldlegur, en umfram allt einstaklega læsilegur og heillandi. Það megi telja víst að Jónas Hallgrímsson hefði kunnað að meta þannig stílbrögð.

Bubbi fékk sérstaka viðurkenningu

Þá fékk Bubbi Morthens  sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Bubbi hafi alla tíð lagt áherslu á vandaða textasmíð á kraftmikilli íslensku, hvort heldur sem hann hafi sungið um verbúðarlífið, ástina eða brýn samfélagsmál.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email