Úthlutun starfsstyrkja úr Höfundasjóði RSÍ

Úthlutunarnefnd Höfundasjóðs RSÍ 2024 hefur lokið störfum. Að þessu sinni hljóta eftirtaldir 6 höfundar starfsstyrki, hvern að upphæð ISK. 350.000.

  1. Ása Marín Hafsteinsdóttir
  2. Bjarni Fritzson
  3. Elín Edda Þorsteinsdóttir
  4. Garibaldi (Garðar Baldvinsson)
  5. Halla Þórlaug Óskarsdóttir
  6. Sigrún Alba Sigurðardóttir

Rithöfundasamband Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og góðs gengis í ritstörfum sínum.

Auglýst var eftir umsóknum í maí og sóttu 50 höfundar um styrk.

Í úthlutunarnefnd sátu Haukur Ingvarsson, Soffía Bjarnadóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir og þakkar Rithöfundasambandið þeim fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email