Úthlutanir úr Ljósvakasjóði – skráning og umsóknir vegna 2017

Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð rétthafa – IHM auglýsir Rithöfundasamband Íslands hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr Ljósvakasjóði. Rétt til úthlutunar eiga handritshöfundar, leikskáld, rithöfundar, þýðendur og aðrir höfundar og þýðendur leikins efnis og annarra skáldverka, sem flutt (frumflutningur og endurflutningur) hafa verið í hljóð- eða sjónvarpi árið 2017. Úthlutun vegna 2018 verður auglýst síðar.

Um úthlutun geta sótt allir þeir sem telja sig eiga rétt, án tillits til félagsaðildar. Höfundum handrita fræðslu- og heimildamynda er bent á að sækja um til Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslu­gagna.

Reglur um Ljósvakasjóð

Um tvenns konar umsóknir er að ræða:

  1. Umsókn um úthlutun skv. réttindum. Skráning í Ljósvakasjóð. Leitað er eftir skráningarupplýsingum rétthafa sem telja sig eiga rétt til úthlutunar skv. 2. gr. Skráningarupplýsingum skal skilað á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Það þurfa höfundar einungis að fylla út einu sinni og eru eftir það skráðir í sjóðinn og fá úthlutað árlega eftir réttindum.
  2. Rétthafagreiðslur skv. sérstökum umsóknum. Úthlutun skv. 5. gr. B. Um slíka úthlutun geta sótt rétthafar að styttri verkum, brotum úr verkum, stökum ljóðum, sem og frumhöfundar skáldverka sem leikgerðir, þættir eða kvikmyndir hafa verið gerðar eftir. Í umsóknum um greiðslur skv. þessum lið skal rökstyðja og gera grein fyrir notkun á einstökum verkum á umsóknartímabili. Úthlutað er á grundvelli mats úthlutunarnefndar. Umsóknareyðublað.

Með skráningu/umsókn fylgi yfirlit um birt verk umsækjanda í hljóð- eða sjónvarpi  árið 2017. Taka skal fram lengd flutnings í mínútum, flutningsstað, dagsetningu flutnings og hlutfall ef höfundar eru fleiri en einn.

Sótt er um á rafrænum eyðublöðum á heimasíðu Rithöfundasambandsins:

Umsókn og skráning í Ljósvakasjóð

Umsókn um úthlutun skv. 5. gr. B.

Skráningar og umsóknir skulu berast fyrir 6. febrúar 2019. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email