Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr svonefndum IHM-sjóði Rithöfundasambandsins.
Rétt til úthlutunar úr myndbanda- og geisladiskageira eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur, handritshöfundar og aðrir höfundar ritverka, sem frumflutt hafa verið í sjónvarpi á síðasta og næstsíðasta ári. Um úthlutun geta sótt allir þeir sem telja sig eiga rétt, án tillits til félagsaðildar. Höfundum handrita fræðslu- og heimildarmynda er bent á að sækja um til Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
Með umsóknum fylgi yfirlit um birt verk umsækjanda í sjónvarpi 2014 og 2015, taka skal fram lengd flutnings í mínútum, flutningsstað, dagsetningu flutnings og hlutfall ef höfundar eru fleiri en einn.
Til úthlutunar eru samtals 1.000.000 kr.
Sótt er um á rafrænu umsóknareyðublaði á heimasíðu Rithöfundasambandsins.
Umsóknir skulu berast fyrir 1. júní n.k.