TILNEFNT TIL BARNABÓKAVERÐLAUNA REYKJAVÍKURBORGAR

Fimmtán bækur voru í dag tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar en verðlaunin verða hefðinni samkvæmt veitt í Höfða á síðasta vetrardag, 20. apríl, fyrir frumsamda barna- og ungmennabók, myndlýsingar og þýðingu. Tilnefningarathöfnin fór fram á Torginu í Borgarbókasafninu í Grófinni. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, flutti ávarp og dómnefnd kynnti tilnefndar bækur og rökstuðning fyrir valinu.

Eftirtaldir rithöfundar, myndhöfundar og þýðendur eru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 fyrir eftirtaldar bækur.

BARNA- OG UNGMENNABÆKUR FRUMSAMDAR Á ÍSLENSKU:

–        Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika. Angústúra gefur út.

–        Arndís Þórarinsdóttir: Bál tímans. Mál og menning gefur út.

–        Hilmar Örn Óskarsson: Holupotvoríur alls staðar. Bókabeitan gefur út.

–        Kristín Helga Gunnarsdóttir: Ótemjur. Bjartur gefur út.

–        Margrét Tryggvadóttir: Sterk. Mál og menning gefur út.

MYNDLÝSINGAR Í BARNA- OG UNGMENNABÓKUM:

–        Rán Flygenring: Koma jól? Angústúra gefur út.

–        Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleikur. Mál og menning gefur út.

–        Hallveig Kristín Eiríksdóttir: Fuglabjargið. Bókabeitan gefur út.

–        Linda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna. Iðunn gefur út.

–        Elísabet Rún: Sólkerfið. JPV gefur út.

ÞÝDDAR BARNA- OG UNGMENNABÆKUR:

–        Guðni Kolbeinsson: Kynjadýr í Buckinghamhöll. Bókafélagið gefur út.

–        Jón St. Kristánsson: Seiðmenn hins forna. Angústúra gefur út.

–        Sólveig Sif Hreiðarsdóttir: Á hjara veraldar. Kver gefur út.

–        Sverrir Norland: Eldhugar. AM forlag gefur út.

–        Sverrir Norland: Kva es þak? AM forlag gefur út.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur svo og að hvetja þá til bóklesturs.

Dómnefnd verðlaunanna í ár er skipuð Tinnu Ásgeirsdóttur formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfssyni, Guðrúnu Láru Pétursdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sigurðardóttur.

Rökstuðning fyrir vali dómnefndar má finna á heimasíðu Bókmenntaborgar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email