Tilnefningar til Maístjörnunnar

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, verður veitt í sjöunda sinn í maí.

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabóka útgefinna 2022 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag.

Tilnefndar bækur eru:

Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús

Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Benedikt

Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson. Útgefandi: Bjartur

Urta eftir Gerði Kristnýju. Útgefandi: Mál og menning

Máltaka á stríðstímum eftir Natöshu S. Útgefandi Una útgáfuhús

Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur. Útgefandi: Mál og menning

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar frá og með fimmtudeginum 27. apríl.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2022, alls 93, sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Arnór Ingi Hjartarson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Emma Björk Hjálmarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 24. maí.

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi.

Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum höfundum innilega til hamingju!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email