Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gærkvöldi voru tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar í Kiljunni (Kiljan) og hlutu eftirfarandi þýðendur tilnefningu:

Árni Óskarsson: Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu, útgefandi Bjartur.

Friðrik Rafnsson: Svikin við erfðaskrárnar: Ritgerð í níu hlutum, útgefandi Ugla útgáfa.

Heimir Pálsson: Norrlands Akvavit, útgefandi Ugla útgáfa.

Jón St. Kristjánsson: Uppskrift að klikkun, útgefandi Angústúra.

Pétur Gunnarsson: Játningarnar, útgefandi Mál og menning.

Silja Aðalsteinsdóttir: Aðgát og örlyndi, útgefandi Mál og menning.

Soffía Auður Birgisdóttir: Útlínur liðins tíma, útgefandi Una útgáfa.

Hér má sjá umsagnir um þýðingarnar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email