Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar í Kiljunni á RÚV þann 16. desember.
Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.
Sjö þýðingar eru tilnefndar að þessu sinni, en alls bárust 86 bækur frá 21 útgáfu. Í dómnefnd sitja Guðrún H. Tulinius, Þórður Helgason og Elísabet Gunnarsdóttir, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.
Tilnefndir þýðendur eru:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fyrir þýðingu sína 43 smámunir eftir Katrin Ottarsdóttir. Dimma gefur út.
Guðrún Hannesdóttir, fyrir þýðingu sína Dyrnar eftir Magda Szabó. Dimma gefur út.
Heimir Pálsson, fyrir þýðingu sína Leiðin í Klukknaríki eftir Harry Martinson. Ugla útgáfa gefur út.
Magnús Sigurðsson, fyrir þýðingu sína Berhöfða líf úrval ljóða eftir Emily Dickinson. Dimma gefur út.
Sigrún Eldjárn, fyrir þýðingu sína Öll með tölu eftir Kristin Roskifte. Vaka-Helgafell gefur út.
Þórarinn Eldjárn, fyrir þýðingu sína Hamlet eftir William Shakespeare. Vaka-Helgafell gefur út.
Þórdís Gísladóttir, fyrir þýðingu sína Álabókin eftir Patrik Svensson. Benedikt útgáfa gefur út.