Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2023

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar í Kiljunni í gærkvöldi. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.

Í dómnefnd sitja Elísabet Gunnarsdóttir, Þórður Helgason og Guðrún H. Tulinius sem
jafnframt er formaður nefndarinnar.

Eftirfarandi þýðendur hlutu tilnefningu:

  • Áslaug Agnarsdóttir fyrir þýðingu sína Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov. Bjartur gefur út.
  • Gyrðir Elíasson fyrir þýðingu sína Grafreiturinn í Barnes eftir Gabriel Josipovici. Dimma gefur út.
  • Hallur Páll Jónsson fyrir þýðingu sína Mæður og synir eftir Theodor Kallifatides. Dimma gefur út.
  • Heimir Pálsson fyrir þýðingu sína Lokasuðan eftir Torgny Lindgren. Ugla gefur út.
  • Jón Erlendsson fyrir þýðingu sína Paradísarmissir eftir John Milton. Mál og menning gefur út.
  • Pálína S. Sigurðardóttir fyrir þýðingu sína Andkristur eftir Friedrich Nietzsche. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gefur út.
  • Uggi Jónsson fyrir þýðingu sína Orðabók hinna týndu orða eftir Pip Williams. Mál og menning gefur út

Hér má lesa umsagnir dómnefnda

Sjálf verðlaunin verða veitt í febrúar á næsta ári.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email