Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2022

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaun fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropans, um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefanda kostar verðlaunin.

Tilnefningar í flokki skáldverka: 

  • Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur
  • Ljósagangur eftir Dag Hjartarson
  • Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur
  • Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia
  • Hamingja þessa heims: Riddarasaga eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur

Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka: 

  • Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur
  • Allt er svart í myrkrinu eftir Elísabetu Thoroddsen
  • Frankensleikir eftir Eirík Örn Norðdahl og Elías Rúna
  • Héragerði eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
  • Ófreskjan í mýrinni eftir Sigrúnu Eldjárn

Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

  • Ísland Babýlon: Dýrafjarðarmálið og sjálfstæðisbaráttan í nýju ljósi eftir Árna Snævarr
  • Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
  • Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta eftir Ragnar Stefánsson
  • Baráttan um bjargirnar: Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensk samfélags eftir Stefán Ólafsson
  • Nesstofa við Seltjörn: Saga hússins, endurreisn og byggingarlist eftir Þorstein Gunnarsson

Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2022 eru: 

  • Strákar sem meiða eftir Evu Björg Ægisdóttur
  • Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur
  • Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur
  • Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson
  • Hungur eftir Stefán Mána

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers ár. Félag íslenskra bókaútgefenda gerði fyrr á þessu ári samkomulag við Íslenska glæpafélagið um að taka yfir verklega framkvæmd Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og eru verðlaunin því veitt samtímis í fyrsta sinn í ár. 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email