Search
Close this search box.

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

index

 

Auður Ava Ólafsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Sigurður Pálsson, Sjón og Steinar Bragi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016 fyrir skáldsögur sínar, smásagnasöfn og ljóðabækur.

Þá voru fimm verk tilnefnd í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis sem og í flokki barna- og unglingabóka.

Tilnefningarnar voru tilkynntar á Kjarvalsstöðum í gær en forseti Íslands afhendir verðlaunin um mánaðamótin janúar og febrúar. Þetta er í 28. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru veitt.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Árni Heimir Ingólfsson
Saga tónlistarinnar
Útgefandi: Forlagið

Bergsveinn Birgisson
Leitin að svarta víkingnum
Útgefandi: Bjartur

Guðrún Ingólfsdóttir
Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Ragnar Axelsson
Andlit norðursins
Útgefandi: Crymogea

Viðar Hreinsson
Jón lærði og náttúrur náttúrunnar
Útgefandi: Lesstofan

Dómnefnd skipuðu:
Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Hildur Knútsdóttir
Vetrarhörkur
Útgefandi: JPV útgáfa

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir
Doddi : bók sannleikans!
Útgefandi: Bókabeitan

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
Íslandsbók barnanna
Útgefandi: Iðunn

Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson
Vargöld : fyrsta bók
Útgefandi: Iðunn

Ævar Þór Benediktsson
Vélmennaárásin
Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu:
Árni Árnason, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurjón Kjartansson.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Steinar Bragi
Allt fer
Útgefandi: Mál og menning

Sjón
Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962)
Útgefandi: JPV útgáfa

Guðrún Eva Mínervudóttir
Skegg Raspútíns
Útgefandi: Bjartur

Auður Ava Ólafsdóttir
Ör
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sigurður Pálsson
Ljóð muna rödd
Útgefandi: JPV útgáfa

Dómnefnd skipuðu:
Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email