Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019 liggja fyrir, en verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Að verðlaununum stendur Iceland Noir glæpasagnahátíðin.
Í ár eru tilnefnd þessi verk:
Hinn grunaði herra X (Yogisha X no kenshin) e. Keigo Higashino, Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi
Óboðinn gestur (A Stranger in the House) e. Shari Lapena, Ingunn Snædal þýddi
Sænsk gúmmístígvél (Svenska gummistövlar) e. Henning Mankell, Hilmar Hilmarsson þýddi
Tvöfaldar tjónabætur (Double Indemnity) e. James M. Cain, Þórdís Bachmann þýddi
Þrír dagar og eitt líf (Trois jours et une vie) e. Pierre Lemaitre, Friðrik Rafnsson þýddi
Tilkynnt verður um vinningshafa í nóvember.
Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir og Ragnar Jónasson.