Search
Close this search box.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023

Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 5. desember 2022 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur
Bronsharpan eftir Kristínu Björg Sigurvinsdóttur
Héragerði. Ævintýri um súkkulaði og kátínu eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur 

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Á sporbaug. Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Elínu Elísabetu Einarsdóttur
Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
Vegabréf: Íslenskt. Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur

Í flokki fagurbókmennta:
Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Urta eftir Gerði Kristnýju
Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur  
Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email