Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins (EUPL) 2021

55 rithöfundar frá 14 Evrópulöndum eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins (EUPL) 2021.

EUPL-verðlaunin eru veitt árlega og þeim ætlað að kynna upprennandi rithöfunda víðs vegar um Evrópu. Á hverju ári er völdum löndum boðin þátttaka í verðlaununum, nú í ár eru þau 14 talsins, og hlýtur einn höfundur frá hverju landi um sig verðlaunin. Tilkynnt verður um sigurvegarana 14 þann 18. maí nk. við rafræna athöfn.

Íslensku verkin sem tilnefnd eru í ár eru:

Hansdætur eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur. Útgefandi Mál og menning.
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi Benedikt.
Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Útgefandi JPV útgáfa.
Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Útgefandi JPV útgáfa.
Strendingar eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur. Útgefandi Bjartur.

Rithöfundasamband Íslands óskar höfundunum til hamingju með tilnefningarnar.

Hér á heimasíðu EUPL má finna lista yfir alla tilnefnda titla og höfunda.