Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Höfundakvöld í Gunnarshúsi — Emil Hjörvar Petersen og Sverrir Norland

hofundakvoldÁ höfundakvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:00, munu rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen og Sverrir Norland spyrja hvor annan spjörunum úr.

Báðir sendu þeir nýlega frá sér skáldsögu – Emil Víghóla (Veröld) og Sverrir Fyrir allra augum (Forlagið) og verða umræðurnar því helgaðar nýju verkunum. Áhorfendur fá innsýn í ritstörf beggja, hugmyndirnar sem liggja að baki sögunum og efnivið þeirra, en auk þess tækifæri til að bera upp spurningar og taka þátt í spjallinu. Um er að ræða afar ólíka höfunda og því ljóst að kvöldið mun leiðast inn á óvæntar slóðir. Undir dagskrárlok tekur Sverrir svo að sjálfsögðu lagið.

Kaffi og með því verður á boðstólum. Þá gefst gestum tækifæri á að næla sér í eintök af bókunum á sérstöku tilboðsverði.

Continue reading