Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Jæja frá formanni

Jæja … Þá er að tæpa á því helsta frá því síðast.

Fjölmiðlafárið um listamannalaunin hélt eitthvað áfram, stóð í ríflega tvær vikur. Rithöfundar eru árlega í fremstu víglínu og taka á sig gusur. Myndbirtingar minntu sumar á villta vestrið, einhverjir tjargaðir og fiðraðir á samfélagsmiðlatorginu og þar víða leyfilegt að sparka, bíta og klóra. Það er hollt að skoða aðeins þessa atburðarrás, læra kannski af henni, bæta umhverfið og undirbúa okkur fyrir næsta ár svo þróunin megi verða þannig að við lendum miklu frekar árlega í upplýstri umræðu um listirnar og gildi ritlistar og áhrif hennar á samtímann og umhverfið. Umræðan nú var heiftarlegri en áður. Hamrað var á rangfærslum við úthlutun ritlauna í fyrirsögnum hjá frjálsa og óháða fjölmiðlarisanum. Ýjað var að spillingu og sjálftöku. Engu máli skiptu upplýsingar um rétta verkferla, enda hringdi ekki einn einasti fréttamaður af þessum miðlum í stjórn og starfsfólk RSÍ á meðan á þessu stóð.

Continue reading