Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Tilnefningarnar til Fjöruverðlaunanna 2018

fjoruverdlaunin_tilnefningar_2018

Tilkynnt var hvaða níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna þann 5. desember sl.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
  • Slitförin eftir Fríðu Ísberg
  • Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur
  • Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur
  • Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Dómnefnd skipuðu Helga Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir og Þórunn Blöndal.

Barna- og unglingabókmenntir

  • Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur
  • Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur
  • Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Sigrún Birna Björnsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir.

Rithöfundasambandið óskar höfundum til hamingju með tilnefningarnar.

Lesa meira