Search
Close this search box.

Sviðslistir í brennidepli – kafað í fræðin

Málþing um sviðslistir verður haldið þriðjudaginn 14. mars kl. 20.00 í Gunnarhúsi, Dyngjuvegi 8.
Nýútkomnar eru þrjár bækur sem fjalla um íslenska leiklist frá afar ólíkum sjónarhólum. Höfundarnir þrír segja frá verkum sínum og að því loknu mun Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins spyrja þá út úr og stjórna umræðum. Athugið að kvöldið er hið fyrra af tveimur en síðari hluti málþingsins fer fram 27. mars.

leiklist

 

Íslensk leiklist III en þar rekur Sveinn Einarsson leikstjóri, rithöfundur og fyrrum leikhússtjóri, íslenska leiklistarsögu áranna 1920 til 1960. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.

 

 

 

lóðréttLóðrétt rannsókn: Ódauðleg verk Áhugaleikhúss átvinnumanna 2005-2015 eftir Steinunni Knútsdóttur, sviðslistakonu og forseta sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Í bókinni varpar Steinunn persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“. Útgefendur Listaháskóli Íslands og Háskólaútgáfan.

Bókin var tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2016.

stef

 

Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur eftir Trausta Ólafsson leiklistarfræðing. Í bókinni er fjallað um listamanninn Þórhildi Þorleifsdóttur og merkt framlag hennar til íslensks leikhúss undanfarinna áratuga. Útgefandi Háskólaútgáfan.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email