Íslensk leiklist III en þar rekur Sveinn Einarsson leikstjóri, rithöfundur og fyrrum leikhússtjóri, íslenska leiklistarsögu áranna 1920 til 1960. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.
Lóðrétt rannsókn: Ódauðleg verk Áhugaleikhúss átvinnumanna 2005-2015 eftir Steinunni Knútsdóttur, sviðslistakonu og forseta sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Í bókinni varpar Steinunn persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“. Útgefendur Listaháskóli Íslands og Háskólaútgáfan.
Bókin var tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2016.
Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur eftir Trausta Ólafsson leiklistarfræðing. Í bókinni er fjallað um listamanninn Þórhildi Þorleifsdóttur og merkt framlag hennar til íslensks leikhúss undanfarinna áratuga. Útgefandi Háskólaútgáfan.