Spurningar til stjórnmálaflokka. Kallað eftir áætlun fyrir bókmenntir og tungumál.

Stjórn Rithöfundasambands Íslands kallar eftir áætlun stjórnmálaflokka til bjargar og verndar bókmenntum og íslenskri tungu.

Eftirfarandi spurningar eru sendar á alla flokka sem bjóða fram í komandi kosningum til Alþingis.

Við bíðum svara og áskiljum okkur rétt til að birta þau þegar þau berast.

1) Hvert er ykkar viðhorf til virðisaukaskatts á bókum?

2) Hvað viljið þið gera til bjargar íslenskri tungu og bókmenntum í landinu?

3) Hvernig má tryggja aðgengi barna að nýjum íslenskum bókum?

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email