Search
Close this search box.

Spurningar til stjórnmálaflokka. Kallað eftir áætlun fyrir bókmenntir og tungumál.

Stjórn Rithöfundasambands Íslands kallar eftir áætlun stjórnmálaflokka til bjargar og verndar bókmenntum og íslenskri tungu.

Eftirfarandi spurningar eru sendar á alla flokka sem bjóða fram í komandi kosningum til Alþingis.

Við bíðum svara og áskiljum okkur rétt til að birta þau þegar þau berast.

1) Hvert er ykkar viðhorf til virðisaukaskatts á bókum?

2) Hvað viljið þið gera til bjargar íslenskri tungu og bókmenntum í landinu?

3) Hvernig má tryggja aðgengi barna að nýjum íslenskum bókum?

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email