Rithöfundasamband Íslands hlaut á dögunum ingöngu í CEATL – Evrópsk samtök samtaka bókmenntaþýðenda.
CEATL eru alþjóðleg samtök stofnuð 1993 í þeim tilgangi að skapa sameiginlega vettvang fyrir samtök bókmenntaþýðenda víðs vegar í Evrópu til að skiptast á upplýsingum og skoðunum og sameina krafta sína til þess að bæta starfsumhverfi og stöðu bókmenntaþýðenda. Samtökin eflast með hverju árinu og núorðið eiga tæplega fjörutíu þýðendasamtök frá rúmlega 30 Evrópulöndum félagsaðild að CEATL.
Yfirlýst markmið samtakanna eru tvenns konar. Annars vegar að safna og halda til haga upplýsingum um stöðu bókmenntaþýðinga og -þýðenda í aðildarlöndunum og skiptast á upplýsingum um ýmis álitaefni. Hitt yfirlýst markmið samtakanna er að fylgjast með þróun laga, reglna og viðskiptahátta og gæta hagsmuna og réttinda bókmenntaþýðenda innan Evrópu og vera aðildarsamtökum innan handar við að styrkja stöðu og tryggja réttindi bókmenntaþýðenda í hverju aðildarlandi um sig.