Rithöfundasamband Íslands
auglýsir starf verkefnastjóra

Rithöfundasamband Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra í hlutastarf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og stýring á verkefninu Skáld í skólum
  • Umsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum, fjölpóstum og fleira
  • Skipulag og vinna við margvísleg verkefni á vegum RSÍ, svo sem ýmis umsýsla og samskipti í þágu samtakanna.
  • Almenn skrifstofustörf.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Innsýn, þekking og áhugi á starfsumhverfi og réttindamálum höfunda og bókmenntum almennt
  • Mjög góð íslenskukunnátta auk færni og góðrar kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli
  • Mjög góð færni og þekking á ritvinnslu, töflureikni og vefumsýslukerfum
  • Þekking reynsla og hæfi í textaskrifum og miðlun upplýsinga
  • Skipulagshæfileikar, nákvæmni, frumkvæði og metnaður
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi samskiptahæfni er áskilin

Frekari upplýsingar um starfið

Starfshlutfall er 70 – 80%. Verkefnastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra.

Starfsferilskrá og kynningarbréf (1 bls) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, skal senda á netfangið rsi@rsi.is merkt verkefnastjóri. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf á vormánuðum.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2023

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri rsi@rsi.is

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email