Nýr verkefnastjóri hjá RSÍ

Salka Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands og tók til starfa í haust.

Salka er leikskáld, þýðandi og sviðslistakona sem hefur lengst af starfað sjálfstætt, bæði í bókmenntaheiminum og við sviðslistir. Nú síðast vann hún hjá Listahátíð í Reykjavík og var þar ritstjóri og sinnti einnig ýmsum tilfallandi verkefnum.

Við bjóðum Sölku velkomna til starfa og þökkum einnig Þórunni Hafstað fyrrum verkefnastjóra kærlega fyrir vel og alúðlega unnin störf síðustu misserin.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email