Search
Close this search box.

Nýr starfsmaður hjá Rithöfundasambandi Íslands

Þórunn Hafstað

Þórunn Hafstað hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands. Hún tekur við af Tinnu Ásgeirsdóttur sem sinnt hefur starfinu síðastliðin sjö ár.

Þórunn er menntuð í sjónrænni mannfræði og kvikmyndagerð og starfaði nú síðast sem verkefnastjóri stafrænnar miðlunar hjá Háskóla Íslands. Hún er einnig stundakennari í Hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla. Þórunn starfaði lengi sjálfstætt við ýmis verkefni tengdum heimildamyndagerð en hefur einnig reynslu af ritstjórn, útgáfu, rannsóknum og réttindamálum á vinnumarkaði en hún starfaði áður hjá Eflingu stéttafélagi.

Rithöfundasambandið býður Þórunni velkomna til starfa um leið og Tinnu Ásgeirsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email