Search
Close this search box.

Notkun hljóðbóka aukist mikið en lestur bóka dregist saman

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem gerð er í samstarfi við RSÍ og aðra helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði sem er svipað og á síðustu árum og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Þetta er sjöunda árið sem sambærileg könnun er lögð fyrir þjóðina þar sem lestrarhegðun og viðhorf til lestrar og bókmenningar er kannað.

Könn­un­in leiðir í ljós að meðal­fjöldi les­inna bóka er 2,4 bæk­ur á mánuði

Yngsti hóp­ur­inn les meira nú en í fyrra, en sá elsti minna. Á sama tíma fer hóp­ur­inn sem les lítið sem ekk­ert stækk­andi, en um 14% þjóðar­inn­ar varði eng­um tíma dag­lega í lest­ur eða ­hlust­un. Þriðjung­ur þjóðar­inn­ar ver 30 til 60 mín­út­um á dag í lest­ur eða hlust­un og 24% tveim­ur klukku­stund­um eða meira á dag. Kon­ur verja að jafnaði meiri tíma í að lesa/?hlusta á bæk­ur en ­karl­ar. Skáld­sög­ur eru al­geng­asta les­efnið í öll­um ald­urs­hóp­um. Mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar, eða 77% svar­enda, tel­ur mik­il­vægt að ís­lensk­ar bók­mennt­ir hafi aðgang að op­in­ber­um stuðningi, sem er hækk­un frá fyrra ári, þegar hlut­fallið var 74%.

Á síðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta má lesa könn­unina­ í heild sinni.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email