Munu tölvur skrifa jólabækurnar?

Rithöfundasamband Íslands boðar til opins hádegisfundar um listsköpun og gervigreind í Eddu þann 4. desember kl. 12.

Bergur Ebbi flytur stutt erindi og tekur í framhaldi af því þátt í umræðum með Andra Snæ Magnasyni, Fríðu Ísberg og Sigríði Hagalín Björnsdóttur.

Ragnar Jónasson, varaformaður RSÍ, stýrir fundinum og umræðum. Öll velkomin!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email