Menningarverðlaun DV

sjon

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær, miðvikudaginn 15. mars. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu.

Rithöfundurinn Sjón hlaut verðlaunin í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð, sem er þriðju hluti þríleiksins CoDex 1962. Hann hefur einmitt hlotið verðlaunin fyrir fyrri tvo hluta þríleiksins, Augu þín sáu mig (árið 1995) og Með titrandi tár (árið 2002). Það er einsdæmi að rithöfundur hafi hlotið verðlaunin fyrir alla hluta eins og sama þríleiksins.

Eftirfarandi einstaklingar og hópar hlutu Menningarverðlaun DV 2016.

Bókmenntir – Sjón fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð.
Fræði – Guðrún Ingólfsdóttir fyrir fræðiritið Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar.
Tónlist – Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari.
Danslist – Helena Jónsdóttir, fyrir brautryðjandastarf í dansmyndagerð á Íslandi.
Leiklist – Sólveig Guðmundsdóttir, fyrir leik sinn í Illsku og Sóley Rós ræstitæknir.
Kvikmyndir – Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival.
Myndlist – Hildur Bjarnadóttir, myndlistarkona og textíllistamaður.
Hönnun – Hönnunarfyrirtækið Tulipop.
Arkitektúr – PKdM arkitektar fyrir skrifstofur og verksmiðju Alvogen í Vatnsmýri.
Lesendaverðlaun dv.is – Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, og stelpurnar í dansverkinu Grrrls
Heiðursverðlaun – Kristbjörg Kjeld, leikkona.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email