Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn bjóða félagsmönnum RSÍ að vera viðstaddir afhendingu Maístjörnunnar vegna ársins 2021 en Maístjarnan verður veitt í sjötta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni miðvikudaginn 18. maí, kl. 15.
Dagskrá:
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna og kynnir dagskrá afhendingar ljóðaverðlaunanna.
Dómnefnd, Soffía Auður Birgisdóttir og Birgir Freyr Lúðvígsson, kynnir verðlaunahafann og flytur rökstuðning fyrir vali sínu.
Landsbókavörður afhendir verðlaunin.
Verðlaunahafinn flytur ávarp.
Flutt verða ljóð úr verðlaunabókinni.
Sýning á verðlaunabókinni og fyrri verkum höfundar opnuð.
Léttar veitingar.