Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 10. september

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11. gr. höfundalaga

Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) taka við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM).

Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur sjóðsins

Greiðsla til handritshöfunda/leikskálda er í formi eingreiðslu og er ekki greitt fyrir endurteknar sýningar á almanaksári. Athugið að ekki er greitt fyrir sýningar á áskriftastreymisveitum, leigum eða Sarpi.

Hagþenkir annast úthlutanir til rétthafa fræðslu- og heimildaefnis eftir eigin reglum.

Skráning í Ljósvakasjóð

Leitað er eftir skráningarupplýsingum rétthafa, sem telja sig eiga rétt til úthlutunar skv. 2. gr. Skráningarupplýsingum skal skilað á þar til gerðu skráningareyðublaði. Athugið að greitt er út skv. 2. gr. eftir skýrslum frá sjónvarps- og útvarpsstöðvum. 

Þeir sem þegar hafa skilað skráningu og/eða fengið greitt úr sjóðnum þurfa EKKI að skrá sig aftur.

Úthlutun skv. 5. gr. B: Rétthafagreiðslur skv. sérstökum umsóknum

Um slíka úthlutun geta sótt;

  • þýðendur skjátexta
  • rétthafar að styttri verkum, brotum úr verkum og stökum ljóðum
  • frumhöfundar skáldverka sem leikgerðir, þættir eða kvikmyndir hafa verið gerðar eftir. 

Í umsóknum um greiðslur skv. þessum lið skal rökstyðja og gera grein fyrir notkun á einstökum verkum á umsóknartímabili.

Úthlutað er á grundvelli mats úthlutunarnefndar. Hér má finna umsóknareyðublað.

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar fyrir birt efni 2023 er til 10. september 2024. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email