Listþing BÍL 2018

BÍL
Laugardaginn 24. nóvember mun Bandalag íslenskra listamanna standa fyrir málþingi ásamt Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Við ætlum okkur á þessu listþingi að fjalla um kjör listamanna á breiðum grundvelli, starfslauna- og verkefnasjóðina, gildi þeirra og virði, áhrif sjóðanna á kjör og samningsstöðu listamanna, viðhorf til starfs listamannsins og verðmæti listarinnar, hver og hvernig er greitt fyrir það verðmæti.

Þetta eru mikilvægar spurningar og vonandi geta listamenn lagt grunninn að samtali um starfsumhverfið sitt með þessu samtali.

Þingið verður haldið í Iðnó, Vonarstræti 4 og stendur frá klukkan 10:00 til 15:00

Í lok þingsins munum við svo skála í tilefni af 90 ára afmæli Bandalags íslenskra listamanna og óska okkur til hamingju með þann áfanga.

Þingið er öllum listamönnum opið en skráning fer fram á slóðinni hér fyrir neðan.

Skrá hér

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email