Lestur hefur aukist og landsmenn lesa nú að meðaltali 2,3 bækur á mánuði

Nýlega lét Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við RSÍ og aðra helstu aðila á bókmenntasviðinu, gera könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestrar og fleira. Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að samtal um bækur lifir góðu lífi og hefur mikil áhrif á hvað fólk les.

Niðurstöður nýrrar lestrarkönnunar sýna að konur og barnafjölskyldur lesa mest og að hljóðbókin sækir á. Unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.

  • Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,3 bækur á mánuði í samanburði við 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum.
  • Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu.
  • Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru.
  • Lestur hefðbundinna bóka er minni í ár en í könnuninni 2018.
  • Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í fyrra.
  • Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.
  • Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. 
  • Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.

Frétt Miðstöðvar íslenskra bókmennta um könnunina má sjá hér.

Heildarniðurstöður könnunarinnar má sjá hér.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email