Kristján Árnason látinn

KÁ

Kristján Árna­son, bókmenntafræðingur, rithöfundur og fyrrverandi háskólakennari er látinn, 83 ára að aldri.

Kristján var fædd­ur í Reykja­vík þann 26. sept­em­ber 1934. Hann stundaði nám við MR og út­skrifaðist þaðan með stúd­ents­próf 1953. Þá út­skrifaðist hann með BA-próf í grísku og lat­ínu frá HÍ 1962 og lagði stund á nám í heim­speki, bók­mennt­um og forn­mál­um við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965.

Kristján starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og hjá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni á ára­bil­inu 1967-1990.

Eft­ir Kristján liggja fjöl­mörg skáld­verk og þýðing­ar en hann var sér­stak­lega gef­inn fyr­ir gríska menn­ingu og list­ir og var t.a.m. formaður Grikk­lands­vina­fé­lags­ins Hellas og var sæmd­ur stór­ridd­ara­krossi hinn­ar grísku Fön­ix-orðu, fyr­ir fram­lag sitt til efl­ing­ar grísk­um mennt­um á Íslandi.

Hann gaf út ljóðabæk­urn­ar Rúst­ir 1962 og Einn dag enn 1990 sem var til­nefnd til ís­lensku bók­mennta­verðlaun­anna. Hann var þó einnig þekkt­ur fyr­ir þýðinga­verk sín en hann þýddi leik­rit, ljóð, skáld­sög­ur og fræðirit m.a. eft­ir höf­und­ana Arist­óteles, Aristófa­nes, Catullus, Franço­is Mauriac, Goet­he og Thom­as Mann og hlaut árið 2010 ís­lensku þýðinga­verðlaun­in fyr­ir þýðingu sína á Um­mynd­un­um eft­ir Óvíd.

Bók­mennta­fræðistofn­un Há­skóla Íslands gaf út helstu rit­gerðir hans um bók­mennt­ir, þýðing­ar­list og heim­speki í rit­inu Hið fagra er satt á sjö­tugsaf­mæli hans.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Kristjáni samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email