Jón R. Hjálmarsson látinn

JRH

Jón R. Hjálm­ars­son, rithöfundur og fyrr­ver­andi fræðslu­stjóri, lést í Reykja­vík síðastliðinn laug­ar­dag, 96 ára að aldri.

Hann fædd­ist 28. mars 1922. Jón lauk bú­fræðiprófi frá Hól­um 1942, stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1948, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu frá Ósló­ar­há­skóla 1952 og cand. phi­lol.-prófi í sagn­fræði frá sama skóla árið 1954.

Eft­ir nám gerðist Jón skóla­maður og var skóla­stjóri Héraðsskól­ans í Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um 1954-1968 og frá 1970-1975 og skóla­stjóri við Gagn­fræðaskól­ann á Sel­fossi 1968-1970. Hann var síðan fræðslu­stjóri á Suður­landi frá 1975 til starfs­loka árið 1990.

Jón fékkst hann við marg­vís­leg ritstörf og eft­ir hann liggja marg­ar bæk­ur, meðal ann­ars kennslu­rit og bæk­ur um sagn­fræði og þjóðleg­an fróðleik af ýms­um toga. Síðustu árin skrifaði Jón leiðsögu­rit með ýms­um fróðleik úr byggðum lands­ins, síðust þeirra bóka var Land­náms­sög­ur við þjóðveg­inn, sem kom út fyrr á þessu ári. Þá var Jón með Þórði Tóm­as­syni, safn­verði í Skóg­um, um langt ára­bil rit­stjóri og út­gef­andi Goðasteins, héraðsrits Ran­gæ­inga. Einnig rit­stýrði Jón Rot­ary Nor­d­en af Íslands hálfu. Jón hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1983 og var sæmd­ur Paul Harris Fellow-orðu Rot­aryhreyf­ing­ar­inn­ar 1986 og 1996.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Jóni samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur,

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email