Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, hlaut í gærkvöldi eftirsótt bókmenntaverðlaun í Frakklandi.
Var hún valin sem besta erlenda skáldsagan sem komið hefur út þar í landi á árinu.
Verðlaunin veitti virt bókmenntatímarit, LIRE, og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Grand Palais í París í gær þar sem valin voru bestu nýju verkin í hinum ýmsu flokkum bókmennta.