Jakobínuvaka 2018

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jakobínu Sigurðardóttur verður haldin Jakobínuvaka í Iðnó laugardaginn 25. ágúst 2018 kl. 15:00. Flutt verða erindi um Jakobínu, lesið upp úr verkum hennar og flutt tónlist við ljóð hennar.

Sjá einnig viðburð á Facebook.

Dagskrá

Setning: Rithöfundasamband Íslands

Erindi:

  • Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur:  Þessi blessaða þjóð. Um eina smásögu og fleiri verk eftir Jakobínu Sigurðardóttur
  • Helga Kress bókmenntafræðingur: „. . . eins og hún gæti stokkið út úr orðunum“. Um uppreisn kvenna og samskipti kynjanna í bókum Jakobínu
  • Sigríður K. Þorgrímsdóttir: Heimsókn gyðjunnar. Saga skáldkonu
  • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir: Óður til Jakobínu: Ritlistarnemar lesa upp úr eigin verkum. 

Upplestur: Guðni Kolbeinsson, Arnar Jónsson, Guðný Sigurðardóttir

Tónlist:  Ingibjörg Azima tónskáld

Söngur: Margrét Hrafnsdóttir, Gissur Páll Gissurarson

Undirleikur: Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Vökunni stýrir Sigrún Huld Þorgrímsdóttir

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email