Search
Close this search box.

Ísnálin: Hrafnamyrkur besta þýdda glæpasagan 2017

snjolaug

Ísnálina 2017 hljóta rithöfundurinn Ann Cleeves og þýðandinn Snjólaug Bragadóttir fyrir glæpasöguna Hrafnamyrkur (Raven Black).

Hrafnamyrkur er fyrsta bókin í syrpu sem gerist á Hjaltlandseyjum og það var mat dómnefndar að í bókinni færi saman mjög spennandi og vel uppbyggð glæpasaga frá einum fremsta glæpasagnahöfundi Bretlands og afburðagóð íslensk þýðing frá afar reyndum þýðanda.

Snjólaug Bragadóttir tók við verðlaununum, en Ann Cleeves átti ekki heimangengt.

Þetta er fjórða árið sem verðlaunin eru veitt. Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka.

Dómnefnd skipa Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.

Ljósmynd: Snjólaug Bragadóttir tók við Ísnálinni 2017 í Gunnarshúsi í gær.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email