Íslensku barnabókaverðlaunin 2017

isl_barnabok

 

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2017.

Verðlaunin er frábær stökkpallur fyrir nýja höfunda en öllum er þó frjálst að taka þátt. Skilafrestur er til 8. febrúar næstkomandi. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna.

Handritið þarf að vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd og því skal skila í fjórum eintökum í umslagi merkt:

Verðlaunasjóður
íslenskra barnabóka
Forlagið
Bræðraborgarstíg 7
101 Reykjavík

Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja í lokuðu umslagi.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email