Hvers er sæmdin? – málþing

Málþing um höfundarétt og siðferði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, miðvikudaginn 5. október kl. 15:00 – 16:30

Lífleg umræða hefur skapast að undanförnu um höfundarétt, brot á honum og gráu svæðin sem höfunda­lög ná ekki yfir. Þegar rannsóknir, hugmyndir eða útfærsla þeirra verða kveikja eða innblástur að nýju verki, eða þegar verk verður til á grundvelli eldra verks, sleppir höfundalögunum.  Ætti slík nýting að falla undir sæmdarrétt í lögum? Hvar liggja mörkin?

Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna taka þátt í þessari umræðu með málþingi þar sem velt er upp spurningum og álitamálum.

Dagskrá

Þegar höfundalögunum sleppir – tengsl höfundaréttar og siðfræði
 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður

Er ritstuldur stuldur? 
Jón Ólafsson heimspekingur, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 

#Metoo Höfundavörn
– Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur

Lagagreinar og bókmenntagreinar
  Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands  

Pallborð – umræður

Fundarstjóri er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email