Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur
Í aðdraganda jóla hefur skapast sú hefð að höfundar kynni nýútkomnar bækur sínar í Gunnarshúsi. Í ár ríður Steinunn Sigurðardóttir á vaðið með bók sína BÓL fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00.
Guðrún Steinþórsdóttir ræðir við höfund í gegnum Zoom og Ólafía Hrönn les upp úr bókinni. Dagskránni stjórnar Júlía Björnsdóttir.
Um BÓL:
LínLín er ekki fisjað saman. Þrátt fyrir sáran missi og þung áföll stendur hún keik. En nú er komið að ögurstund: Náttúran fer hamförum við sælureitinn hennar í sveitinni. Einbeitt heldur hún þangað, til móts við minningarnar, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Mögnuð saga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, eldheitt verk frá snilldarhöfundi.
Léttar veitingar. Öll velkomin!