Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 28. nóvember kl. 20:00

Hvað eiga fornaldargarðar, kafbátar og revíur sameiginlegt? Því er hægt að komast að á höfundakvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:00, en þá munu þrír höfundar, þau Una Margrét Jónsdóttir, Illugi Jökulsson og Árni Einarsson kynna nýútkomnar bækur sínar í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8.

Þórarinn Eldjárn stýrir umræðum.

Höfundar árita bækur.

Kaffi og léttar veitingar.

Allir eru velkomnir.

Verkin sem kynnt verða:

Árni Einarsson

Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi.

Bókin fjallar um umfangsmikið kerfi torfveggja sem nú hefur verið rannsakað í nærfellt tvo áratugi og eru að miklu leyti frá þjóðveldisöld. Torfveggir þessir hafa legið svo þúsundum kílómetra skiptir um flestar byggðir landsins. Samanlögð lengd þeirra jafngildir fjarlægðinni milli Hornafjarðar og Hong Kong.

Illugi Jökulsson

Úr undirdjúpunum til Íslands. Julius Schopka, U-52 og heimsstyrjöldin fyrri.

Árið 1920 kom ungur Þjóðverji til Íslands, háseti á skonnortu. Hann veiktist og varð eftir þegar skipið hans sigldi og bjó hér síðan. Hann átti viðburðaríka ævi að baki, hafði verið háseti á kafbátnum U-52 og átti þátt í að sökkva mörgum skipum og upplifði hræðilega atburði. Bókin er byggð á minningum Schopka sjálfs en einnig fjölda annarra heimilda og þar segir ekki aðeins frá Schopka og U-52 heldur einnig frá gangi stríðsins og heimsmálanna.

Una Margrét Jónsdóttir

Gullöld revíunnar.

Bókin er saga revíunnar á Íslandi, fyrri hluti sem nær frá 1880 til 1957. Rakinn er söguþráður í öllum revíum sem Una Margrét hefur fundið frá þessu tímabili, sagt frá revíunum og viðtökum við þeim, og frá höfundum og helstu leikurum. Einnig er sérstaklega fjallað um revíusöngvana.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email