Höfundakvöld í Gunnarshúsi 13. desember

Verið velkomin á höfundakvöld í Gunnarshúsi föstudaginn 13. desember kl. 18:00.

Þar munu sex höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum – Bergþóra Snæbjörnsdóttir les úr skáldsögunni Svínshöfuð, Brynja Hjálmsdóttir les úr ljóðabókinni Okfruman, Gerður Kristný les upp úr ljóðabókinni Heimskaut, Hanna Óladóttir les úr ljóðabókinni Stökkbrigði, Kristín Ómarsdóttir les úr skáldsögunni Svanafólkið og Vigdís Grímsdóttir les úr bókinni Systa: bernskunnar vegna.

Léttar veigar í boði. Allir velkomnir.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email