Höfundakvöld í Gunnarshúsi 12. desember

Við bjóðum þér til stofu til þess að tala um barna- og ungmennabækur!

Rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Sigrún Elíasdóttir og Ævar Þór Benediktsson blása til notalegs upplestrarkvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 20:00 þann 12. desember.

Þau segja frá nýjustu bókunum sínum og lesa brot úr sögunum fyrir gesti. Dagskráin er ætluð öllum þeim sem hafa unun af því að lesa bækur um ungar söguhetjur, öllum sem þekkja unga lesendur og öllum sem finnst að barna- og ungmennabækur skipti höfuðmáli í hverju samfélagi.

Bækurnar sem lesið verður úr eru:

Þinn eigin tölvuleikur eftir Ævar Þór Benediktsson

Leitin að vorinu eftir Sigrúnu Elíasdóttur

Ungfrú fótbolti eftir Brynhildi Þórarinsdóttur

Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Kaffi, piparkökur og kertaljós – og bækurnar verða til sölu og áritanir í boði. 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email