Blekfjelagið fagnar fyrsta útgáfuári sínu og býður í tilefni þess til höfundakvölds í Gunnarshúsi mánudaginn 6. desember kl 20. Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum og spjalla við gesti um bækurnar og útgáfuferlið. Léttar veitingar verða á boðstólum.
Anna Stína Gunnarsdóttir, nóvellan Dagbókin (2021)
Ásdís Ingólfsdóttir, nóvellan Haustið 82 (2021)
Berglind Ósk, ljóðsagan Loddaralíðan (2021)
Guðrún Rannveig Stefánsdóttir, unglingabókin Með skuggann á hælunum (2021)
Rebekka Sif Stefánsdóttir, ljóðabókin Jarðvegur (2020)
Sigrún Björnsdóttir, ljóðabókin Loftskeyti (2020)
Sólveig Johnsen, nóvellan Merki (2020)
Stefanía Pálsdóttir, ljóðverkið Blýhjarta (2020)
Fjöldi gesta verður takmarkaður við 50 manns og biðjum við ykkur að muna að huga að persónulegum sóttvörnum. Hlökkum til að sjá ykkur!