Search
Close this search box.

Heiðursfélagi fallinn frá

JennaJens
Jenna Jensdóttir, rithöfundur

Jenna Jens­dótt­ir, rit­höf­und­ur og heiðursfélagi í Rithöfundasambandinu, lést á Hrafn­istu í Reykja­vík í gær. Jenna fædd­ist 24. ág­úst 1918 á Læk í Dýraf­irði. Jenna starfaði lengst af sem kennari við „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri og svo við Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Langholtsskóla, Barnaskóla Garðabæjar og Námsflokka Reykjavíkur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í ára­tugi.

Eftir Jennu liggur á þriðja tug barna- og unglingabóka, þ. á m. Öddubækurnar sem hún skrifaði ásamt eiginmanni sínum Hreiðari Stefánssyni. Þar að auki sendi hún frá sér ljóðabók og tvö smásagnasöfn.

Rithöfundasambandið vottar afkomendum og aðstandendum Jennu samúð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email